2017 ákvað borgin að setja menntastefnu borgarinnar í opið samráð á Betri Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem stefna stjórnvalds var lögð í opið samráð. Verkefninu var skipt í tvo fasa. Fyrri fasinn hafði að gera með afmörkun og forgangsröðum markmiða, en seinni fasinn var nánari útfærsla þeirra markmiða sem ákveðin höfðu verið í fyrri fasanum. Seinni fasanum lauk í byrjun desember 2017 og á aðeins eftir að vinna úr niðurstöðum.
May 03, 2017