Hverfið mitt (sem áður hét Betri hverfi) er árleg samráðsfjárlagagerð í Reykjavík sem hefur verið framkvæmd síðan 2011.
450m ISK er varið af borgurum, í gegnum hverfakosningar, til að framkvæmda þær hugmyndir sem koma frá borgurum um hvernig hægt sé að breyta og bæta hin mismunandi hverfi borgarinnar. 608 hugmyndir hafa verið samþykktar (2012-2017) þar sem þúsundir borgara hafa haft raunveruleg áhrif á þeirra nærumhverfi fyrir tilstilli verkefnisins.
Öll hverfi borgarinnar hafa sjáanlega verið bætt í gegnum verkefnið þar sem Your Priorities lýðræðistólið er notað til að safna hugmyndum og rökræða, og loks er kosið um þær með Open Active Voting, í ferli samráðsfjárlagagerðar.
Hverfið mitt er flaggskip samráðsfjárlagagerðar (e. participatory budgeting) ekki einungis á Íslandi heldur um heim allan. Verkefnið hefur verið framkvæmt árlega síðan 2011 og hefur verið skrifað um það í mörgum erlendum fjölmiðlum og því veitt mikil alþjóðleg athygli og hefur það til að mynda unnið til verðlaunanna Nordic Best Practice Challenge 2015.
The world watches Reykjavík’s digital democracy experiment – Financial Times
Referendums get a bad press – but to fix Britain, we need more of them – The Guardian
Reykjavík’s radical mayor blazes a trail for the revolution in digital democracy – The Guardian
Digital democracy: lessons from Brazil, Iceland and Spain – The Guardian
Iceland’s pots and pans revolution – The Independent
Hacking Democracy – Forbes
December 15, 2011