Betra Ísland - Íbúar ses
16344
portfolio_page-template-default,single,single-portfolio_page,postid-16344,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Betra Ísland

Betra Ísland

 

 

Betra Ísland er samfélagsmiðill þar sem borgarar geta tekið þátt í ýmsum samráðsverkefnum, komið hugmyndum á framfæri og rökrætt sín á milli.

Kosningasamtalið

Í aðdraganda kosninganna 2017 leituðu Íbúar ses til allra stjórnmálaflokka er buðu fram til að hvetja þá til að nota Betra Ísland vettvanginn til að efla þjóðfélagsumræðu og auka upplýsta ákvarðanatöku. 10 af 11 flokkum nýttu sér vettvanginn í verkefni er kallast Kosningasamtalið.

Kæra Alþingi

Öll frumvörp og þingsályktunartillögur sem lagðar eru fyrir á Alþingi rata sjálfkrafa inn á Betra Ísland,, þar sem borgarar geta rökrætt þingmálin. Þá styðst fréttaveitan á síðunni við gervigreind, sem bendir notendum á tengd mál.

Samráð sveitarstjórna

Á Betra Íslandi er að finna samskonar vefi og Betri Reykjavík, fyrir aðrar sveitarstjórnir. Má þar nefna Okkar Kópavog, Okkar Mosó, Betri Hafnarfjörð og Betra Fljótsdalshérað. Þá er líka að finna samráðsverkefni Kópavogsbæjar um að móta nýja samgöngustefnu.

Sjá síðu.

Visit Project

Date
Category
Active Citizen, Policy Crowdsourcing, Your Priorities